„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“ Fanndís Birna Logadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. maí 2022 07:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Sigurjón Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti. Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur. Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur.
Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira