Hvað ræður þínu atkvæði? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 11. maí 2022 09:00 Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar