Neitar því að hafa verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2022 07:01 Marcelo Guedes var að eigin sögn ekki rekinn frá Lyon fyrir að leysa vind í klefanum. Vísir/Getty Í gær fóru af stað furðulegar sögur af því að Marcelo Guedes, fyrrum leikmaður franska liðsins Lyon, hafi verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum og hlæja að því eftir 3-0 tap liðsins gegn Angers í ágúst á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur hins vegar neitað þessum sögusögnum. Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022 Franski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira
Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022
Franski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira