Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 09:00 Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson voru fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira