Er gaman að búa í Kópavogi? Þórunn Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:00 Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun