Kári um Haukaeinvígið: „Eins og að vera með erfiðar hægðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 15:01 „En svo kom það!“ stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson var yfirlýsingaglaður þegar hann mætti settið hjá Seinni bylgjunni eftir að ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á Haukum í gær, 34-27. Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30
Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti