Hvað í fokkanum er ég að gera? Birta Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 19:00 Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun