Yfirlýsing formanns bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2022 21:01 Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun