Framsókn til framtíðar í atvinnumálum í Fjarðabyggð Arnfríður Eide Hafþórsdóttir skrifar 12. maí 2022 09:15 Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun