Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 07:29 Giannis Antetokounmpo átti 40 stiga leik í nótt. AP/Charles Krupa Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira