Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 07:29 Giannis Antetokounmpo átti 40 stiga leik í nótt. AP/Charles Krupa Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira