Hvort viltu eignast börn eða vinna? Guðrún Runólfsdóttir og Leifur Gunnarsson skrifa 12. maí 2022 11:00 Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar