Í annað sinn í sögunni er Knattspyrnufélag Vesturbæjar, eða KV eins og liðið er einfaldlega kallað í daglegu tali, komið upp í næstefstu deild íslensks fótbolta. Ólíkt fyrra skiptinu fær liðið nú að leika heimaleiki sína á heimavelli sínum sem staðsettur er í Vesturbæ Reykjavíkur.
Heimavöllur liðsins hefur farið í gagnum miklar breytingar sem og fengið nýtt nafn. Var það opinberað í stórglæsilegu myndbandi sem sjá má hér að neðan.
Við kynnum nýtt nafn á KV Park #KVnation pic.twitter.com/bdL5ajZYLH
— KV Fótbolti (@KVfotbolti) May 12, 2022
„Eftir gott gengi undanfarin ár er komið að fyrsta heimaleik KV í Lengjudeildinni á nýjum og endurbættum heimavelli sem hefur fengið nafnið Auto Park.
Með samstarfi KV og Auto mætast tveir ólíkir heimar sem vinna að því sameiginlega markmiði að veita skemmtun í hæsta gæðaflokki. Við hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar en ekki síður á klúbbnum,“ segir í tilkynningu á Instagram-síðu Auto.
KV mætir HK klukkan 19.15 á Auto Park í kvöld en gestirnir úr Kópavogi féllu úr efstu deild á síðustu leik. KV mætti Fylki á útivelli í fyrstu umferð og gæti því vart hafið tímabilið á erfiðari leikjum.