„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2022 23:24 Ólafur Hreggviður Sigurðsson, heimastjórnarmaður á Seyðisfirði, og Pétur Heimisson, frambjóðandi VG í Múlaþingi, eru á öndverðum meiði um fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Vísir/Egill Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu. Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur. Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur.
Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira