Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 16:00 Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Innflytjendamál Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun