Stöndum með íbúalýðræði Jódís Skúladóttir skrifar 13. maí 2022 14:11 Mikið hefur verið fjallað um áætlanir um fiskeldi í Seyðisfirði á undanförnum misserum. Ekki er laust við að ýmsum íbúum Múlaþings, Seyðfirðingum sérstaklega, sé misboðið hvernig aðdragandi þessa máls hefur verið. Fulltrúar VG í sveitarstjórn Múlaþings hafa beitt sér af hörku í þessu máli. Fyrst og fremst hafa þau haldið tveim sjónarmiðum á lofti, annars vegar náttúruverndarsjónarmið og hins vegar sjónarmið um íbúðalýðræði sem vega þungt. Það er alveg skýrt að VG í Múlaþingi stendur með afgerandi hætti með íbúum á Seyðisfirði gegn fiskeldisáformum. Fulltrúar í Múlaþingi tala hvorki fyrir hönd ráðherra Vinstri grænna eða hreyfingarinnar í heild en í aumu yfirklóri annarra framboða má heyra að ef eitthvað væri að marka orð VG í Múlaþingi væri fiskeldið bara slegið af með einu pennastriki af ráðherra. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í lýðræðisríki, fara þarf að lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur sagt mikilvægt að ná meiri sátt um fiskeldi og að mikilvægt sé að taka tillit til íbúalýðræðis við uppbyggingu fiskeldis. VG hefur það ekki á sinni stefnuskrá að leggja niður fiskeldi, síður en svo. Stefna VG í fiskeldismálum er að greinin byggist upp í sátt við umhverfi og samfélög, með sjálfbærni að leiðarljósi. Það verður ekki litið fram hjá því að uppgangur í fiskeldi hefur verið gríðarlegur en stjórnvöld og regluverk hafa því miður ekki náð að fylgja þeim mikla hraða sem uppgangnum hefur fylgt. Matvælaráðherra, vinnur nú að því að ná utan um og tryggja það að regluverkið sé í lagi hvort heldur er varðandi leyfisveitingar, eftirlit og að nærsamfélög njóti góðs af uppbyggingu og að hún sé unnin í sátt. Klárlega þarf að stórauka rannsóknir og eftirlit og að þess sé gætt í hvívetna að ekki sé gengið á náttúrulegar auðlindir og að kolefnissporið sé sem minnst. Fiskeldi skapar sívaxandi hluta af útflutningstekjum Íslands auk starfa í þjónustu og tengdum rannsóknum. Við sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi og tilkomu hins unga Múlaþings var ein af forsendum sameiningar mikilvægi þess að tryggja íbúalýðræði. Önnur áhersla var líka mjög fyrirferðarmikil í sameiningarferlinu en það var sú afstaða að hvert hinna gömlu sveitarfélaga ættu að fá að halda sérstöðu sinni. Flestir firðir Austurlands eru nú undir laxeldi. Sérstaða Seyðisfjarðar er öllum ljós sem vilja sjá það en það er hin gróskumikla ferðaþjónusta, menningar- og lista starfsemi auk uppbyggingar í rannsóknum og annarri háskólastarfsemi. Sérstaða sem íbúar hafa lagt mikið á sig við að byggja upp með hugviti, hugrekki og nýrri nálgun. Það er talsverð ábyrgð sem fylgir þeim forréttindum að hafa fengið leyfi til þess að nýta firði við Ísland til þess að rækta lax. Hluti af þeirri ábyrgð er skilgreind í lögum og í skilmálum leyfanna. En annar hluti snýr að samfélagslegri ábyrgð sem snýst um að greinin skilji eftir sem mest verðmæti á Íslandi. Að það verði til fjölbreytt störf til hliðar við iðnaðinn, við nýsköpun, við framleiðslu fóðurs, við nýtingu afurða og svona mætti lengi telja. Þessa samfélagslegu ábyrgð þarf greinin að axla – en stjórnvöld verða að skapa ákveðin ramma. Það er sýn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að stjórnvöld þurfi að stilla upp ramma fyrir greinina sem tryggi vernd náttúrunnar, bæði staðbundins lífríkis og líffræðilegan fjölbreytileika en að stuðla að því að greinin byggist upp á grundvelli verðmætasköpunar frekar en magnframleiðslu. Þannig vonast ég til að við lærum af reynslu Færeyinga og við byggjum upp fiskeldi í sátt við umhverfi, efnahag og samfélag. Það er til mikils að vinna. Við verðum þó líka að velta því fyrir okkur hvort fiskeldi eigi alls staðar heima og hvort að á sínum tími hafi verið gengið ansi langt í því skipulagi sem samþykkt var á sínum tíma og ég spyr, var það nægilega kynnt fyrir þjóðinni? Þarna hefði þurft að vanda betur til verka en fara verður að því regluverki sem gildir. Með samþykkt nýrra laga um skipulagningu haf og strandsvæða kom nýr vettvangur til þess að leiða fram vilja borgarana um hvernig haf og strandsvæði skulu nýtt. Þar skiptir máli að sjónarmið allra íbúa Múlaþings séu við borðið Á þessu kjörtímabili verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála og öðrum áherslum ráðherra mun stefnumótun í fiskeldi skiptast í nokkur aðskilin verkefni. Að ósk Svandísar Svavarsdóttur hefur Ríkisendurskoðun samþykkt að fara í stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis. Þá verður unnið mat á stöðu greinarinnar þar sem greindur verður bæði þjóðhagslegur ávinningur greinarinnar í heild en einnig staðbundinn ávinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verða sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Það er engin sátt um laxeldi í Seyðisfirði, VG í Múlaþingi stendur með vilja meirihluta íbúa og felur sig ekki á bak við valdaleysi í málinu eins og öll önnur framboð virðast gera. Fiskeldi verður aldrei byggt upp nema með samvinnu og sátt við sveitarfélagið. Höfum í huga að öfluga þjónustu þarf í landi hvar sveitarfélagið hefur allt skipulagsvald. Tölum hreint út um hlutina og virðum vilja íbúa í þessu máli sem og öðrum. Setjum X við V á laugardaginn. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Fiskeldi Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um áætlanir um fiskeldi í Seyðisfirði á undanförnum misserum. Ekki er laust við að ýmsum íbúum Múlaþings, Seyðfirðingum sérstaklega, sé misboðið hvernig aðdragandi þessa máls hefur verið. Fulltrúar VG í sveitarstjórn Múlaþings hafa beitt sér af hörku í þessu máli. Fyrst og fremst hafa þau haldið tveim sjónarmiðum á lofti, annars vegar náttúruverndarsjónarmið og hins vegar sjónarmið um íbúðalýðræði sem vega þungt. Það er alveg skýrt að VG í Múlaþingi stendur með afgerandi hætti með íbúum á Seyðisfirði gegn fiskeldisáformum. Fulltrúar í Múlaþingi tala hvorki fyrir hönd ráðherra Vinstri grænna eða hreyfingarinnar í heild en í aumu yfirklóri annarra framboða má heyra að ef eitthvað væri að marka orð VG í Múlaþingi væri fiskeldið bara slegið af með einu pennastriki af ráðherra. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í lýðræðisríki, fara þarf að lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur sagt mikilvægt að ná meiri sátt um fiskeldi og að mikilvægt sé að taka tillit til íbúalýðræðis við uppbyggingu fiskeldis. VG hefur það ekki á sinni stefnuskrá að leggja niður fiskeldi, síður en svo. Stefna VG í fiskeldismálum er að greinin byggist upp í sátt við umhverfi og samfélög, með sjálfbærni að leiðarljósi. Það verður ekki litið fram hjá því að uppgangur í fiskeldi hefur verið gríðarlegur en stjórnvöld og regluverk hafa því miður ekki náð að fylgja þeim mikla hraða sem uppgangnum hefur fylgt. Matvælaráðherra, vinnur nú að því að ná utan um og tryggja það að regluverkið sé í lagi hvort heldur er varðandi leyfisveitingar, eftirlit og að nærsamfélög njóti góðs af uppbyggingu og að hún sé unnin í sátt. Klárlega þarf að stórauka rannsóknir og eftirlit og að þess sé gætt í hvívetna að ekki sé gengið á náttúrulegar auðlindir og að kolefnissporið sé sem minnst. Fiskeldi skapar sívaxandi hluta af útflutningstekjum Íslands auk starfa í þjónustu og tengdum rannsóknum. Við sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi og tilkomu hins unga Múlaþings var ein af forsendum sameiningar mikilvægi þess að tryggja íbúalýðræði. Önnur áhersla var líka mjög fyrirferðarmikil í sameiningarferlinu en það var sú afstaða að hvert hinna gömlu sveitarfélaga ættu að fá að halda sérstöðu sinni. Flestir firðir Austurlands eru nú undir laxeldi. Sérstaða Seyðisfjarðar er öllum ljós sem vilja sjá það en það er hin gróskumikla ferðaþjónusta, menningar- og lista starfsemi auk uppbyggingar í rannsóknum og annarri háskólastarfsemi. Sérstaða sem íbúar hafa lagt mikið á sig við að byggja upp með hugviti, hugrekki og nýrri nálgun. Það er talsverð ábyrgð sem fylgir þeim forréttindum að hafa fengið leyfi til þess að nýta firði við Ísland til þess að rækta lax. Hluti af þeirri ábyrgð er skilgreind í lögum og í skilmálum leyfanna. En annar hluti snýr að samfélagslegri ábyrgð sem snýst um að greinin skilji eftir sem mest verðmæti á Íslandi. Að það verði til fjölbreytt störf til hliðar við iðnaðinn, við nýsköpun, við framleiðslu fóðurs, við nýtingu afurða og svona mætti lengi telja. Þessa samfélagslegu ábyrgð þarf greinin að axla – en stjórnvöld verða að skapa ákveðin ramma. Það er sýn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að stjórnvöld þurfi að stilla upp ramma fyrir greinina sem tryggi vernd náttúrunnar, bæði staðbundins lífríkis og líffræðilegan fjölbreytileika en að stuðla að því að greinin byggist upp á grundvelli verðmætasköpunar frekar en magnframleiðslu. Þannig vonast ég til að við lærum af reynslu Færeyinga og við byggjum upp fiskeldi í sátt við umhverfi, efnahag og samfélag. Það er til mikils að vinna. Við verðum þó líka að velta því fyrir okkur hvort fiskeldi eigi alls staðar heima og hvort að á sínum tími hafi verið gengið ansi langt í því skipulagi sem samþykkt var á sínum tíma og ég spyr, var það nægilega kynnt fyrir þjóðinni? Þarna hefði þurft að vanda betur til verka en fara verður að því regluverki sem gildir. Með samþykkt nýrra laga um skipulagningu haf og strandsvæða kom nýr vettvangur til þess að leiða fram vilja borgarana um hvernig haf og strandsvæði skulu nýtt. Þar skiptir máli að sjónarmið allra íbúa Múlaþings séu við borðið Á þessu kjörtímabili verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála og öðrum áherslum ráðherra mun stefnumótun í fiskeldi skiptast í nokkur aðskilin verkefni. Að ósk Svandísar Svavarsdóttur hefur Ríkisendurskoðun samþykkt að fara í stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis. Þá verður unnið mat á stöðu greinarinnar þar sem greindur verður bæði þjóðhagslegur ávinningur greinarinnar í heild en einnig staðbundinn ávinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verða sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Það er engin sátt um laxeldi í Seyðisfirði, VG í Múlaþingi stendur með vilja meirihluta íbúa og felur sig ekki á bak við valdaleysi í málinu eins og öll önnur framboð virðast gera. Fiskeldi verður aldrei byggt upp nema með samvinnu og sátt við sveitarfélagið. Höfum í huga að öfluga þjónustu þarf í landi hvar sveitarfélagið hefur allt skipulagsvald. Tölum hreint út um hlutina og virðum vilja íbúa í þessu máli sem og öðrum. Setjum X við V á laugardaginn. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun