Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist vonast eftir að friður náist sem fyrst. Innrás Rússa hófst í febrúar og sér ekki fyrir endann á. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. „Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira