Stökkið: „Ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt“ Elísabet Hanna skrifar 16. maí 2022 07:00 Tinna er búsett í Basingstoke í suður-Englandi. Aðsend. Tinna Rún Svansdóttir býr í Basingstoke í Suður-Englandi ásamt kærastanum sínum Spencer og syni þeirra Mason Birni. Hún flutti út í október 2015 meðal annars til þess að vera nær ástinni og upplifði flutningana eins og að byrja upp á nýtt. Í dag er Tinna meðgönguþjálfari og heldur úti miðlinum „TrainwithTinna“ þar sem hún fræðir áhugasama um allt sem við kemur hreyfingu í kringum meðgöngu. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég hafði oft leitt hugann að því að flytja erlendis, en hvert vissi ég þó ekki. Ég verð þó að segja að ég var ekkert rosalega spennt að flytja til Englands fyrst um sinn, en ég hafði heyrt svo mikið hvað maturinn væri ægilega vondur og veðrið ekkert spes. „Ég var þó spennt að upplifa eitthvað annað en litla Ísland og auðvitað vera í sama landi og kærastinn. England hefur þó komið mér vel á óvart á jákvæðan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði engin áhrif á flutningana enda var ég löngu flutt út þegar Covid gekk í garð, en það hafði vissulega áhrif á heimsóknir fjölskyldu og vina hingað út. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég var búin að koma í heimsókn hingað út nokkrum sinnum en aldrei lengur en viku í senn. Þegar kom svo að því að flytja að þá sá Spencer um að finna fyrir okkur íbúð til leigu og sá í raun um að það væri allt tilbúið þegar ég kæmi. Það gerði ferlið mun auðveldara fyrir mig þar sem að ég var strax komin með heimilisfang, en það getur verið snúið að fá leigða íbúð ef að þú ert ekki með bankareikning en til þess að fá bankareikning þarf að sýna staðfestingu á heimilisfangi. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Ég sótti svo um National Insurance númer sem að er einskonar kennitala sem þarf til þess að geta farið á vinnumarkaðinn og þá var allt komið í rauninni. Íbúðin sem við leigðum þá var miðsvæðis svo að ég gat labbað á flest alla staði, en fyrsta vinnan mín hérna úti var í fatabúðinni New Look niðri í bæ. Ég man að ég var ekkert að of hugsa hlutina eitthvað mikið, ég ákvað bara að flytja út og að ég myndi finna mér einhverja vinnu þegar ég væri búin að koma mér fyrir. En það hjálpaði að fjölskyldan hans býr hér líka og vinir svo að maður var strax með smá öryggisnet í kringum sig. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Ætli það sé ekki þessir praktísku hlutir eins og hvaða skjöl þarf að framvísa til þess að opna bankareikning, fá leigða íbúð, fá vinnuleyfi og annað slíkt. Fyrir barnafjölskyldur sem að vilja íhuga flutninga til Bretlands að þá er gott að skoða vel kostnað á leikskólum. Leikskólagjöld í Bretlandi eru með þeim hæstu í heiminum i dag. Svo fer kostnaður þeirra einnig eftir því hvar þú býrð, en í London eru þau til dæmis mun hærri en hér í Basingstoke. Annars er mjög gott að hugsa að það reddast allt á endanum. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í og hvað er það? Síðan ég flutti út hef ég prufað að vinna við allskonar, en ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt. Fyrsta vinnan var í fatabúðinni New Look og það hjálpaði mér rosalega að komast í kynni við fólkið hér, menninguna, tungumálið (hreimarnir geta verið rosalega sterkir) og þar öðlaðist ég sjálfstraust til þess að tala enskuna (eða breskuna réttara sagt) allan daginn. Síðan þá hef ég unnið ýmist störf í flug bransanum eins og að bakgrunnskoða flugáhafnir fyrir ýmis flugfélög, á skrifstofu þar sem að flugvéla partar komu í viðgerð og nú síðast á ráðningarstofu sem að sá um að ráða flugáhafnir fyrir almenn flugfélög og einkavélar. Rétt fyrir Covid var ég til dæmis að finna VIP flugfreyjur fyrir konungsfjölskylduna í Katar. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Heimsfaraldurinn hafði þó þau áhrif að ég missti vinnuna, enda mikið um uppsagnir í fluggeiranum en lukkulega var ég tiltölulega nýbyrjuð í fjarnámi á Bifröst svo að ég sat ekki heima ráðalaus. Nokkrum mánuðum síðar ákvað ég svo að rifja upp gamla takta sem þjálfari, en ég er einkaþjálfari frá Keili, og slóst í hóp þjálfara Absolute Training á Íslandi og kom að fjarþjálfun þar. Það leið svo ekki á löngu þar til að ég bætti við mig réttindum til þess að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu, en það er í raun þjálfunin sem að ég sný mér mest að í dag. Í febrúar 2021 setti ég svo upp heimasíðuna mína og byrjaði formlega með fjarþjálfun fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður. Fyrir stuttu opnaði svo ný líkamsræktarstöð hér úti sem að er eingöngu fyrir konur, en þar tek ég að mér einkaþjálfun og er að fara byrja kenna hóptíma. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvers saknarðu mest við Ísland?Fyrir utan fjölskyldu og vini ætli það séu ekki fjöllin, íslenski maturinn, vatnið, ferska loftið, íslenskar sumarnætur og þessi íslenska „þetta reddast” hugsun í fólki. Ég sakna líka íslensku úti sundlauganna þó svo að ég fór ekkert mikið í sund áður en ég flutti, en hérna er engin svona sundlauga menning, fólk fer bara á pöbbinn. Mér finnst sundlaugarlyktin svo góð. Á Íslandi finnst mér auðvelt aðgengi í hollari skyndibita, en þú ferð ekkert í lúgu hér og færð þér Skyrskál eða eitthvað djúsí sallat með ávaxta smoothie. Vissulega er nóg af því í London en hérna vantar þetta alveg. Kannski það sé næsta verkefni, hver veit? View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Að slást við veðrið meiri partinn af árinu og hversu dimmt það er á veturnar. Hvernig er veðrið?Ég myndi segja að við fáum árstíðirnar hérna. Það snjóar lítið sem ekkert en það verður þó rosalega kalt á veturnar. Sumrin hafa verið rosalega heit og góð síðan ég flutti. Hérna á ég úlpur, kápur og hlýjar peysur sem að fara bara í dvala í að minnsta kosti 4-5 mánuði á meðan á Íslandi virðist úlpan alltaf vera til taks allt árið. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) „Undanfarin tvö ár hefur sumarið byrjað mjög snemma og verið algjör hitabylgja frá apríl fram til september, það virðist þó ekki ætla að mæta alveg svona snemma í ár.“ Hvaða ferðamáta notast þú við?Við erum með tvo bíla, en notum yfirleitt lest ef að við förum inn í London. Þetta er smá eins og að vera í Reykjavík með minni traffík. Kemurðu oft til Íslands?Ég hef verið svo lánsöm að geta komið tvisvar til þrisvar á ári síðan ég flutti. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Hvernig þá?Það er ódýrara hér, en stundum fer eftir því um hvað ræðir. Við erum til dæmis með einn bíl á rekstarleigu, en það er ekkert óalgengt hér úti, en ef að við værum með sama bíl á leigu heima myndi verðið tvöfaldast. Ég finn það líka að það sem að Englendingum finnst dýrt, finnst Íslendingum ekkert rosalegt. En ætli við séum ekki bara vön því að borga meira fyrir hlutina. Það tók mig smá tíma að hugsa í pundum fyrst um sinn en ég kíkti oft á íslenska verðið á einhverju sem að ég var að kaupa. Þá fannst mér hluturinn kannski ekkert svo dýr ef ég miðaði við hvað hann kostaði í krónum. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já sem betur fer er flugið stutt á milli svo að fjölskyldan hefur verið dugleg að koma. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei, það er ekkert Íslendingasamfélag hérna í Basingstoke en það eru þó Íslendingar í nærumhverfi eins og til dæmis Reading, Bournemouth og Southampton þar sem að mér finnst líklegra að sé eitthvað smá samfélag og svo auðvitað í London. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Áttu þér uppáhalds stað?Áður en ég flutti kom ég hingað í frí og við fórum til Wales þar sem að við tjölduðum og fórum á brimbretti, það var ótrúlega gaman. Svo fórum við einnig til Cornwall fyrir nokkrum árum á brimbretti líka og fengum okkur ekta Cornish Pasty á ströndinni, það var æðislegt og ótrúlega fallegur og afslappaður staður. Hlakka til að fara þangað aftur við tækifæri. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Svo eru rosalega fallegir staðir hér í kring eins og Windsor kastalinn og ströndin í Bournemouth sem að er stutt að fara á. Ótrúlegt en satt að þá er London ekki ofarlega á lista en það leynast ótrúlega fallegir staðir fyrir utan gráu byggingarnar í London. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Við förum reglulega á staði hér niðri í bæ sem heita Wagamama’s, ítalskan stað sem heitir Zizi’s og Mexíkóskan stað, Las Iguanas. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Fyrir barnafjölskyldur þá mæli ég eindregið með Eastrop Park sem að er hér miðsvæðis í Basingstoke. Þar er laug fyrir börnin að sulla í, hægt að gefa öndunum, leigja hjólabáta, fá sér ís og kaffi ásamt góðum leikvelli. Svo er hægt að keyra aðeins og fara í Paultons’s Park, en þar finnurðu tívolí tæki og skemmtun fyrir börn á öllum aldri, ásamt Peppa Pig World. Svo verð ég líka að nefna Nirvana Spa sem að er hér stutt frá, en það er fullkomin staður fyrir mömmur sem þurfa frí og góða slökun. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Dagarnir geta verið rosalega misjafnir þar sem að ég vinn fyrir sjálfan mig og ræð mér sjálf. Sonurinn er heima með mér þrjá morgna í viku og þá brösum við allskonar eins og að finna góða leikvelli eða förum í hjólabrettagarð (e.skatepark). En á þeim dögum sem að hann fer heilan dag í leikskólann reyni ég að koma sem mestu í verk. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Ég byrja þá daginn á því að græja hann og koma honum í leikskólann, kem svo heim og vinn smá í tölvunni eða fer beint í ræktina. Suma daga er ég með kúnna í einkaþjálfun eða þarf að útbúa æfingaplön og vinna í öðrum verkefnum sem að eru væntanleg. „Það er einnig hluti af starfinu að stöðugt bæta við sig þekkingu svo að ég nýti lausar eyður í að lesa og hlusta á allt sem að viðkemur hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu.“ Ég lauk nýverið B.A gráðu í Miðlun og Almannatengslum og sem sjálfstætt starfandi hef ég reynt að nýta mér þekkingu mína til þess að koma mér á framfæri sem þjálfari, en mér finnst mjög gaman að tvinna þjálfun og markaðssetninguna saman og það væri gaman að finna mér starf tengt því líka. Kvöldin fara svo í að elda mat og eiga tíma með fjölskyldunni áður en ég vinn meira í tölvunni ..með annað augað á sjónvarpinu. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er alltaf orðið bjart úti klukkan átta á morgnanna sem að gerir það að verkum að maður fer ferskari inn í daginn! Svo er bærinn nógu stór en samt ekki of lítill að maður er ekki mikið að festast í traffík, nóg að gera hér fyrir börn, stutt að fara í „sveitina” en á sama tíma stutt á ströndina og inn í London. Svo er einnig góður kostur að flugvellirnir eru ekki svo langt frá og beint flug á marga áfangastaði svo það er um nóg að velja þegar við viljum fara erlendis í frí. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað er það versta við staðinn þinn? Það versta er kannski að við búum svolítið inni í landinu svo að þú kíkir ekkert út um gluggann og sérð fjöll í fjarska. Ég sakna fjallanna. Svo er mjög mikill kísill í vatninu hér. Ég finn það svo vel þegar ég kem heim til Íslands, en hárið á mér verður alltaf mun mýkra og léttara! View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég veit það hreinlega ekki. Stundum langar mig að flytja heim og þá aðallega til þess að vera nær fjölskyldunni og vinum en á sama tíma er nóg að koma í heimsókn og slást við veðrið í viku og þá er ég tilbúin að koma aftur hingað út. „Hver veit nema rétta tækifærið á Íslandi sé handan við hornið.“ Stökkið Íslendingar erlendis Bretland Heilsa Tengdar fréttir Stökkið: „Krísan er svo sannarlega skollin á“ Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir er búsett í borginni Vancouver í British Columbia, Kanada með makanum sínum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Eftir að hafa verið verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík fór hún út í nám í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. 9. maí 2022 07:01 Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Í dag er Tinna meðgönguþjálfari og heldur úti miðlinum „TrainwithTinna“ þar sem hún fræðir áhugasama um allt sem við kemur hreyfingu í kringum meðgöngu. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég hafði oft leitt hugann að því að flytja erlendis, en hvert vissi ég þó ekki. Ég verð þó að segja að ég var ekkert rosalega spennt að flytja til Englands fyrst um sinn, en ég hafði heyrt svo mikið hvað maturinn væri ægilega vondur og veðrið ekkert spes. „Ég var þó spennt að upplifa eitthvað annað en litla Ísland og auðvitað vera í sama landi og kærastinn. England hefur þó komið mér vel á óvart á jákvæðan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði engin áhrif á flutningana enda var ég löngu flutt út þegar Covid gekk í garð, en það hafði vissulega áhrif á heimsóknir fjölskyldu og vina hingað út. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég var búin að koma í heimsókn hingað út nokkrum sinnum en aldrei lengur en viku í senn. Þegar kom svo að því að flytja að þá sá Spencer um að finna fyrir okkur íbúð til leigu og sá í raun um að það væri allt tilbúið þegar ég kæmi. Það gerði ferlið mun auðveldara fyrir mig þar sem að ég var strax komin með heimilisfang, en það getur verið snúið að fá leigða íbúð ef að þú ert ekki með bankareikning en til þess að fá bankareikning þarf að sýna staðfestingu á heimilisfangi. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Ég sótti svo um National Insurance númer sem að er einskonar kennitala sem þarf til þess að geta farið á vinnumarkaðinn og þá var allt komið í rauninni. Íbúðin sem við leigðum þá var miðsvæðis svo að ég gat labbað á flest alla staði, en fyrsta vinnan mín hérna úti var í fatabúðinni New Look niðri í bæ. Ég man að ég var ekkert að of hugsa hlutina eitthvað mikið, ég ákvað bara að flytja út og að ég myndi finna mér einhverja vinnu þegar ég væri búin að koma mér fyrir. En það hjálpaði að fjölskyldan hans býr hér líka og vinir svo að maður var strax með smá öryggisnet í kringum sig. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Ætli það sé ekki þessir praktísku hlutir eins og hvaða skjöl þarf að framvísa til þess að opna bankareikning, fá leigða íbúð, fá vinnuleyfi og annað slíkt. Fyrir barnafjölskyldur sem að vilja íhuga flutninga til Bretlands að þá er gott að skoða vel kostnað á leikskólum. Leikskólagjöld í Bretlandi eru með þeim hæstu í heiminum i dag. Svo fer kostnaður þeirra einnig eftir því hvar þú býrð, en í London eru þau til dæmis mun hærri en hér í Basingstoke. Annars er mjög gott að hugsa að það reddast allt á endanum. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í og hvað er það? Síðan ég flutti út hef ég prufað að vinna við allskonar, en ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt. Fyrsta vinnan var í fatabúðinni New Look og það hjálpaði mér rosalega að komast í kynni við fólkið hér, menninguna, tungumálið (hreimarnir geta verið rosalega sterkir) og þar öðlaðist ég sjálfstraust til þess að tala enskuna (eða breskuna réttara sagt) allan daginn. Síðan þá hef ég unnið ýmist störf í flug bransanum eins og að bakgrunnskoða flugáhafnir fyrir ýmis flugfélög, á skrifstofu þar sem að flugvéla partar komu í viðgerð og nú síðast á ráðningarstofu sem að sá um að ráða flugáhafnir fyrir almenn flugfélög og einkavélar. Rétt fyrir Covid var ég til dæmis að finna VIP flugfreyjur fyrir konungsfjölskylduna í Katar. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Heimsfaraldurinn hafði þó þau áhrif að ég missti vinnuna, enda mikið um uppsagnir í fluggeiranum en lukkulega var ég tiltölulega nýbyrjuð í fjarnámi á Bifröst svo að ég sat ekki heima ráðalaus. Nokkrum mánuðum síðar ákvað ég svo að rifja upp gamla takta sem þjálfari, en ég er einkaþjálfari frá Keili, og slóst í hóp þjálfara Absolute Training á Íslandi og kom að fjarþjálfun þar. Það leið svo ekki á löngu þar til að ég bætti við mig réttindum til þess að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu, en það er í raun þjálfunin sem að ég sný mér mest að í dag. Í febrúar 2021 setti ég svo upp heimasíðuna mína og byrjaði formlega með fjarþjálfun fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður. Fyrir stuttu opnaði svo ný líkamsræktarstöð hér úti sem að er eingöngu fyrir konur, en þar tek ég að mér einkaþjálfun og er að fara byrja kenna hóptíma. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvers saknarðu mest við Ísland?Fyrir utan fjölskyldu og vini ætli það séu ekki fjöllin, íslenski maturinn, vatnið, ferska loftið, íslenskar sumarnætur og þessi íslenska „þetta reddast” hugsun í fólki. Ég sakna líka íslensku úti sundlauganna þó svo að ég fór ekkert mikið í sund áður en ég flutti, en hérna er engin svona sundlauga menning, fólk fer bara á pöbbinn. Mér finnst sundlaugarlyktin svo góð. Á Íslandi finnst mér auðvelt aðgengi í hollari skyndibita, en þú ferð ekkert í lúgu hér og færð þér Skyrskál eða eitthvað djúsí sallat með ávaxta smoothie. Vissulega er nóg af því í London en hérna vantar þetta alveg. Kannski það sé næsta verkefni, hver veit? View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Að slást við veðrið meiri partinn af árinu og hversu dimmt það er á veturnar. Hvernig er veðrið?Ég myndi segja að við fáum árstíðirnar hérna. Það snjóar lítið sem ekkert en það verður þó rosalega kalt á veturnar. Sumrin hafa verið rosalega heit og góð síðan ég flutti. Hérna á ég úlpur, kápur og hlýjar peysur sem að fara bara í dvala í að minnsta kosti 4-5 mánuði á meðan á Íslandi virðist úlpan alltaf vera til taks allt árið. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) „Undanfarin tvö ár hefur sumarið byrjað mjög snemma og verið algjör hitabylgja frá apríl fram til september, það virðist þó ekki ætla að mæta alveg svona snemma í ár.“ Hvaða ferðamáta notast þú við?Við erum með tvo bíla, en notum yfirleitt lest ef að við förum inn í London. Þetta er smá eins og að vera í Reykjavík með minni traffík. Kemurðu oft til Íslands?Ég hef verið svo lánsöm að geta komið tvisvar til þrisvar á ári síðan ég flutti. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Hvernig þá?Það er ódýrara hér, en stundum fer eftir því um hvað ræðir. Við erum til dæmis með einn bíl á rekstarleigu, en það er ekkert óalgengt hér úti, en ef að við værum með sama bíl á leigu heima myndi verðið tvöfaldast. Ég finn það líka að það sem að Englendingum finnst dýrt, finnst Íslendingum ekkert rosalegt. En ætli við séum ekki bara vön því að borga meira fyrir hlutina. Það tók mig smá tíma að hugsa í pundum fyrst um sinn en ég kíkti oft á íslenska verðið á einhverju sem að ég var að kaupa. Þá fannst mér hluturinn kannski ekkert svo dýr ef ég miðaði við hvað hann kostaði í krónum. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já sem betur fer er flugið stutt á milli svo að fjölskyldan hefur verið dugleg að koma. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei, það er ekkert Íslendingasamfélag hérna í Basingstoke en það eru þó Íslendingar í nærumhverfi eins og til dæmis Reading, Bournemouth og Southampton þar sem að mér finnst líklegra að sé eitthvað smá samfélag og svo auðvitað í London. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Áttu þér uppáhalds stað?Áður en ég flutti kom ég hingað í frí og við fórum til Wales þar sem að við tjölduðum og fórum á brimbretti, það var ótrúlega gaman. Svo fórum við einnig til Cornwall fyrir nokkrum árum á brimbretti líka og fengum okkur ekta Cornish Pasty á ströndinni, það var æðislegt og ótrúlega fallegur og afslappaður staður. Hlakka til að fara þangað aftur við tækifæri. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Svo eru rosalega fallegir staðir hér í kring eins og Windsor kastalinn og ströndin í Bournemouth sem að er stutt að fara á. Ótrúlegt en satt að þá er London ekki ofarlega á lista en það leynast ótrúlega fallegir staðir fyrir utan gráu byggingarnar í London. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Við förum reglulega á staði hér niðri í bæ sem heita Wagamama’s, ítalskan stað sem heitir Zizi’s og Mexíkóskan stað, Las Iguanas. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Fyrir barnafjölskyldur þá mæli ég eindregið með Eastrop Park sem að er hér miðsvæðis í Basingstoke. Þar er laug fyrir börnin að sulla í, hægt að gefa öndunum, leigja hjólabáta, fá sér ís og kaffi ásamt góðum leikvelli. Svo er hægt að keyra aðeins og fara í Paultons’s Park, en þar finnurðu tívolí tæki og skemmtun fyrir börn á öllum aldri, ásamt Peppa Pig World. Svo verð ég líka að nefna Nirvana Spa sem að er hér stutt frá, en það er fullkomin staður fyrir mömmur sem þurfa frí og góða slökun. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Dagarnir geta verið rosalega misjafnir þar sem að ég vinn fyrir sjálfan mig og ræð mér sjálf. Sonurinn er heima með mér þrjá morgna í viku og þá brösum við allskonar eins og að finna góða leikvelli eða förum í hjólabrettagarð (e.skatepark). En á þeim dögum sem að hann fer heilan dag í leikskólann reyni ég að koma sem mestu í verk. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Ég byrja þá daginn á því að græja hann og koma honum í leikskólann, kem svo heim og vinn smá í tölvunni eða fer beint í ræktina. Suma daga er ég með kúnna í einkaþjálfun eða þarf að útbúa æfingaplön og vinna í öðrum verkefnum sem að eru væntanleg. „Það er einnig hluti af starfinu að stöðugt bæta við sig þekkingu svo að ég nýti lausar eyður í að lesa og hlusta á allt sem að viðkemur hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu.“ Ég lauk nýverið B.A gráðu í Miðlun og Almannatengslum og sem sjálfstætt starfandi hef ég reynt að nýta mér þekkingu mína til þess að koma mér á framfæri sem þjálfari, en mér finnst mjög gaman að tvinna þjálfun og markaðssetninguna saman og það væri gaman að finna mér starf tengt því líka. Kvöldin fara svo í að elda mat og eiga tíma með fjölskyldunni áður en ég vinn meira í tölvunni ..með annað augað á sjónvarpinu. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er alltaf orðið bjart úti klukkan átta á morgnanna sem að gerir það að verkum að maður fer ferskari inn í daginn! Svo er bærinn nógu stór en samt ekki of lítill að maður er ekki mikið að festast í traffík, nóg að gera hér fyrir börn, stutt að fara í „sveitina” en á sama tíma stutt á ströndina og inn í London. Svo er einnig góður kostur að flugvellirnir eru ekki svo langt frá og beint flug á marga áfangastaði svo það er um nóg að velja þegar við viljum fara erlendis í frí. View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Hvað er það versta við staðinn þinn? Það versta er kannski að við búum svolítið inni í landinu svo að þú kíkir ekkert út um gluggann og sérð fjöll í fjarska. Ég sakna fjallanna. Svo er mjög mikill kísill í vatninu hér. Ég finn það svo vel þegar ég kem heim til Íslands, en hárið á mér verður alltaf mun mýkra og léttara! View this post on Instagram A post shared by TINNA | SVANSDOTTIR (@trainwithtinna) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég veit það hreinlega ekki. Stundum langar mig að flytja heim og þá aðallega til þess að vera nær fjölskyldunni og vinum en á sama tíma er nóg að koma í heimsókn og slást við veðrið í viku og þá er ég tilbúin að koma aftur hingað út. „Hver veit nema rétta tækifærið á Íslandi sé handan við hornið.“
Stökkið Íslendingar erlendis Bretland Heilsa Tengdar fréttir Stökkið: „Krísan er svo sannarlega skollin á“ Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir er búsett í borginni Vancouver í British Columbia, Kanada með makanum sínum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Eftir að hafa verið verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík fór hún út í nám í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. 9. maí 2022 07:01 Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Stökkið: „Krísan er svo sannarlega skollin á“ Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir er búsett í borginni Vancouver í British Columbia, Kanada með makanum sínum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Eftir að hafa verið verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík fór hún út í nám í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. 9. maí 2022 07:01
Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00
Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01