Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 18:08 Sheikh Khalifa bin Zayed Al Nahyan með Karli Bretaprins í Lundúnum. Getty/ John Stillwell Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn. Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira