Náttúran er líka menningarlandslag Pétur Heimisson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Rannveig Þórhallsdóttir skrifa 13. maí 2022 18:30 Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Umhverfismál Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun