Raunveruleg grasrót Helga Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 22:31 Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun