Raunveruleg grasrót Helga Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 22:31 Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar