Kjósið úr sófanum Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 16. maí 2022 15:01 Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar