Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2022 19:50 Bæjarstjóri Snæfellsbæjar skellti styttunni einfaldlega í skottið eftir að hún var leyst úr prísund sinni. Aðsend/Kristinn Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. Lögreglan á Vesturlandi lét í dag fjarlægja styttuna úr málmhólki eftir að Landsréttur heimilaði slíka aðgerð á föstudag. Áður hafði Héraðsdómur Vesturlands hafnað kröfu lögreglunnar um að framkvæma leit í verkinu og frelsa þar með styttuna. Enginn hefur viljað gangast við þjófnaðinum. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, var á leið til Snæfellsbæjar með styttuna í skottinu þegar fréttamaður náði af honum tali en hann sótti styttuna hjá lögreglunni á Akranesi síðdegis í dag. Hann segir að nú verði farið í það að skoða hvernig best sé að koma styttunni aftur fyrir á sínum stað. Ekki liggi fyrir hvenær því verki verði lokið. „Málið er náttúrlega ekkert búið. Við erum búin að kæra þjófnaðinn og eignaspjöllin. Við höfum orðið fyrir tjóni og kostnaði við þetta. Ég er feginn með að vera kominn með styttuna en við eigum eftir að sjá hvernig við fáum þetta fjárhagslega tjón bætt sem við höfum orðið fyrir,“ segir Kristinn og bendir til að mynda á að festa þurfi styttuna upp á nýtt. Hann vonar að einhver muni þurfa að svara til saka fyrir stuldinn á styttunni. Hvarf og birtist svo á Granda Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um að styttan væri horfin 7. apríl síðastliðinn. Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að styttuna væri að finna inn í öðru verki sem staðsett væri við Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir stigu í kjölfarið fram í fjölmiðlum og sögðust hafa komið henni fyrir í eldflaug á skotpalli. Um væri að ræða nýtt verk sem bæri heitið Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Vísar heitið til upprunalega verksins sem er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar og ber nafnið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Bryndís og Steinunn hafa gagnrýnt verkið og sagt það rasískt en þó ekki gengist við því að hafa stolið styttunni. Rætt var við Bryndísi og Steinunni í fréttum Stöðvar 2 í apríl. Þann 22. apríl lagði lögregla hald á seinna verkið en styttan af Guðríði er vel sjáanleg inni í eldflauginni. Fram kemur í dómi Landsréttar að það sé mat lögreglu að nýja verkið sé notað sem geymslustaður fyrir styttuna. Þar sem ekki hafi fengist samþykki listakvennanna fyrir því að sækja styttuna inn í verkið í því skyni að handleggja hana hafi því þurft úrskurð dómara fyrir þeirri rannsóknaraðgerð. Krafa lögreglunnar var byggð á 74. og 75. grein laga um meðferð sakamála sem heimilar leit í „húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum hans í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem hald skal leggja á.“ Verðmetur styttuna á þrjár milljónir króna Héraðsdómur Vesturlands féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar að eldflaugin yrði opnuð til að nálgast styttuna. Í úrskurðinum segir að einstaklingurinn sem hafi tilkynnt hvarfið til lögreglu hafi staðið fyrir kostnaði og uppsetningu styttunnar árið 2000 og telji að verðmæti hennar sé um það bil þrjár milljónir króna. Verjandi listakvennanna krafðist þess að kröfu lögreglunnar yrði hafnað. Óumdeilt væri að verkið væri í höndum lögreglu og bronsstyttan þar inn í. „Jafnframt sé um listaverk varnaraðila að ræða sem óskynsamlegt og ónauðsynlegt sé að skemma í þágu rannsóknar á málinu og brjóta þannig gegn réttindum varnaraðila sem einnig njóti verndar. Engir rannsóknarhagsmunir séu enda í málinu og enginn hafi stöðu sakbornings í því.“ Töldu listakonurnar réttari farveg að leita leiða til að ná samkomulagi og koma í veg fyrir skemmdir á verkinu. Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að dómurinn telji ekki óvarlegt að líta svo á að það verk sem konurnar kvæðust hafa búið til með aðgerðum sínum njóti einhverra höfundar- og sæmdarréttinda líkt og það verk sem fjarlægt var. Dómari vildi þó ekki slá neinu föstu um hvernig sú réttarstaða væri. Héraðsdómur taldi ekki augljósa eða brýna rannsóknarhagsmuni vera fyrir hendi og hafnaði kröfu lögreglu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem féllst á að jafna mætti þeim mun sem styttuna innihéldi til hirslu í skilningi laga um meðferð sakamála. Jafnframt væru uppfyllt skilyrði til að fallast á kröfu lögreglunnar. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Lögreglumál Snæfellsbær Myndlist Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. 27. apríl 2022 13:30 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi lét í dag fjarlægja styttuna úr málmhólki eftir að Landsréttur heimilaði slíka aðgerð á föstudag. Áður hafði Héraðsdómur Vesturlands hafnað kröfu lögreglunnar um að framkvæma leit í verkinu og frelsa þar með styttuna. Enginn hefur viljað gangast við þjófnaðinum. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, var á leið til Snæfellsbæjar með styttuna í skottinu þegar fréttamaður náði af honum tali en hann sótti styttuna hjá lögreglunni á Akranesi síðdegis í dag. Hann segir að nú verði farið í það að skoða hvernig best sé að koma styttunni aftur fyrir á sínum stað. Ekki liggi fyrir hvenær því verki verði lokið. „Málið er náttúrlega ekkert búið. Við erum búin að kæra þjófnaðinn og eignaspjöllin. Við höfum orðið fyrir tjóni og kostnaði við þetta. Ég er feginn með að vera kominn með styttuna en við eigum eftir að sjá hvernig við fáum þetta fjárhagslega tjón bætt sem við höfum orðið fyrir,“ segir Kristinn og bendir til að mynda á að festa þurfi styttuna upp á nýtt. Hann vonar að einhver muni þurfa að svara til saka fyrir stuldinn á styttunni. Hvarf og birtist svo á Granda Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um að styttan væri horfin 7. apríl síðastliðinn. Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að styttuna væri að finna inn í öðru verki sem staðsett væri við Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir stigu í kjölfarið fram í fjölmiðlum og sögðust hafa komið henni fyrir í eldflaug á skotpalli. Um væri að ræða nýtt verk sem bæri heitið Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Vísar heitið til upprunalega verksins sem er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar og ber nafnið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Bryndís og Steinunn hafa gagnrýnt verkið og sagt það rasískt en þó ekki gengist við því að hafa stolið styttunni. Rætt var við Bryndísi og Steinunni í fréttum Stöðvar 2 í apríl. Þann 22. apríl lagði lögregla hald á seinna verkið en styttan af Guðríði er vel sjáanleg inni í eldflauginni. Fram kemur í dómi Landsréttar að það sé mat lögreglu að nýja verkið sé notað sem geymslustaður fyrir styttuna. Þar sem ekki hafi fengist samþykki listakvennanna fyrir því að sækja styttuna inn í verkið í því skyni að handleggja hana hafi því þurft úrskurð dómara fyrir þeirri rannsóknaraðgerð. Krafa lögreglunnar var byggð á 74. og 75. grein laga um meðferð sakamála sem heimilar leit í „húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum hans í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem hald skal leggja á.“ Verðmetur styttuna á þrjár milljónir króna Héraðsdómur Vesturlands féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar að eldflaugin yrði opnuð til að nálgast styttuna. Í úrskurðinum segir að einstaklingurinn sem hafi tilkynnt hvarfið til lögreglu hafi staðið fyrir kostnaði og uppsetningu styttunnar árið 2000 og telji að verðmæti hennar sé um það bil þrjár milljónir króna. Verjandi listakvennanna krafðist þess að kröfu lögreglunnar yrði hafnað. Óumdeilt væri að verkið væri í höndum lögreglu og bronsstyttan þar inn í. „Jafnframt sé um listaverk varnaraðila að ræða sem óskynsamlegt og ónauðsynlegt sé að skemma í þágu rannsóknar á málinu og brjóta þannig gegn réttindum varnaraðila sem einnig njóti verndar. Engir rannsóknarhagsmunir séu enda í málinu og enginn hafi stöðu sakbornings í því.“ Töldu listakonurnar réttari farveg að leita leiða til að ná samkomulagi og koma í veg fyrir skemmdir á verkinu. Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að dómurinn telji ekki óvarlegt að líta svo á að það verk sem konurnar kvæðust hafa búið til með aðgerðum sínum njóti einhverra höfundar- og sæmdarréttinda líkt og það verk sem fjarlægt var. Dómari vildi þó ekki slá neinu föstu um hvernig sú réttarstaða væri. Héraðsdómur taldi ekki augljósa eða brýna rannsóknarhagsmuni vera fyrir hendi og hafnaði kröfu lögreglu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem féllst á að jafna mætti þeim mun sem styttuna innihéldi til hirslu í skilningi laga um meðferð sakamála. Jafnframt væru uppfyllt skilyrði til að fallast á kröfu lögreglunnar.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Lögreglumál Snæfellsbær Myndlist Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. 27. apríl 2022 13:30 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. 27. apríl 2022 13:30
Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45