Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 18:16 Jake Daniels, leikmaður Blackpool. Sky Sports Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira