Fótbolti

Bretaprins hrósar Jake Daniels fyrir hugrekki sitt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jake Daniels er eini opinberlega smkynhneigði knattspyrnumaðurinn á Englandi. Hann fékk hrós frá Vilhjálmi Bretaprins fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann sagði frá kynhneigð sinni.
Jake Daniels er eini opinberlega smkynhneigði knattspyrnumaðurinn á Englandi. Hann fékk hrós frá Vilhjálmi Bretaprins fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann sagði frá kynhneigð sinni. Vísir/Getty

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði Jake Daniels fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Daniels er eini núverandi atvinnumaður Bretlands í fótbolta sem er opinberlega samkynhneigður.

Hertoginn af Cambridge, Vilhjálmur Bretaprins, segir að ákvörðun Daniels um að segja frá kynhneigð sinni muni hjálpa til við að brjóta niður múra samfélagsins.

Þessi 17 ára framherji Blackpool segir það mikinn létti fyrir sig að hafa getað hætt þessum feluleik.

„Fótbolti á að vera fyrir alla,“ skrifaði Hertoginn á Twitter-reikning sinn.

„Það sem Jake hefur gert krafðist hugrekkis og mun vonandi hjálpa til við að brjóta niður múra sem eiga engan stað í okkar samfélagi. Ég vona að ákvörðun hans um að opna sig með þessi mál gefi öðrum sjálfstraust til að gera slíkt hið sama.“

Hertoginn er langt frá því að vera sá eina opinbera persónan sem hefur hrósað Daniels fyrir ákvörðun sína að segja frá kynhneigð sinni, en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, gerði það einnig.

Þá hefur Daniels fengið stuðning frá öllum stærstu félögum Englands, ensku úrvalsdeildinni og meira að segja Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×