Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 07:31 Boston Celtics mennirnir Robert Williams III (númer 44) og Jayson Tatum (0) reyna að loka á Jimmy Butler sem virðist vera búinn að finna lausan mann. AP/Lynne Sladky Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022 NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira
Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira