Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu frækinn sigur gegn Ítölum í febrúar. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni. Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira