Nik Chamberlain: Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 20:34 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í kvöld. Diego Þróttur R. vann góðan 4-1 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var gríðarlega sáttur við sigur síns liðs. „Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
„Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti