Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 11:28 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira