Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 21:00 Starliner geimfarið á V-eldflaug ULA á skotpalli í Flórída. NASA/Joel Kowsky Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43