Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn Margrét Hugadóttir skrifar 19. maí 2022 13:30 10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar