Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Indriði Stefánsson skrifar 19. maí 2022 14:01 Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun