Banna þungunarrof eftir frjóvgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 18:47 Andstæðingur þungunarrofs með biblíu á lofti við Hæstarétt Bandaríkjanna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01