Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 12:47 Dagný Lísa Davíðsdóttir og Kristófer Acox stóðu sig best allra í Subway deildunum í vetur. Sigurjón Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins. Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira