Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 12:47 Dagný Lísa Davíðsdóttir og Kristófer Acox stóðu sig best allra í Subway deildunum í vetur. Sigurjón Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins. Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira