Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 18:26 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt lögum hafi fólkið átt að vera farið úr landi. Stöð 2 Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira