Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 11:07 Musk segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast, heldur séu þær liður í pólitískum árásum Demókrataflokksins í sinn garð. Dimitrios Kambouris/Getty Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent