Leipzig bikarmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 21:30 Fagnaðarlæti RB Leipzig voru ósvikin. EPA-EFE/Ronald Wittek RB Leipzig varð í kvöld þýskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Freiburg. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir á 19. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin fékk Marcel Halstenberg beint rautt spjald í liði RB Leipzig fyrir glórulausa tæklingu og Freiburg í frábærum málum. Manni færri tókst Leipzig samt að jafna metin, að sjálfsögðu var það hinn sjóðandi heiti Christopher Nkunku sem gerði það og allt jafnt þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Ekki urðu mörkin fleiri og því þurfti að framlengja. Þar var ekkert skorað en Kevin Kampl – leikmaður Leipzig, sem var kominn út af – tókst að næla sér í sitt annað gula spjald og láta þar með reka sig upp í stúku áður en framlengingunni lauk. Staðan enn 1-1 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Leipzig-menn sterkari en þeir skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum en Christian Gunter og Ermedin Demirovic brenndu af fyrir Freiburg. Fór það svo að Leipzig vann vítapsyrnukeppninni 4-2 og bikarmeistaratitillinn því þeirra í ár. Cup winning feeling! pic.twitter.com/qjlAXEKaBw— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) May 21, 2022 Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir á 19. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin fékk Marcel Halstenberg beint rautt spjald í liði RB Leipzig fyrir glórulausa tæklingu og Freiburg í frábærum málum. Manni færri tókst Leipzig samt að jafna metin, að sjálfsögðu var það hinn sjóðandi heiti Christopher Nkunku sem gerði það og allt jafnt þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Ekki urðu mörkin fleiri og því þurfti að framlengja. Þar var ekkert skorað en Kevin Kampl – leikmaður Leipzig, sem var kominn út af – tókst að næla sér í sitt annað gula spjald og láta þar með reka sig upp í stúku áður en framlengingunni lauk. Staðan enn 1-1 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Leipzig-menn sterkari en þeir skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum en Christian Gunter og Ermedin Demirovic brenndu af fyrir Freiburg. Fór það svo að Leipzig vann vítapsyrnukeppninni 4-2 og bikarmeistaratitillinn því þeirra í ár. Cup winning feeling! pic.twitter.com/qjlAXEKaBw— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) May 21, 2022
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira