Tilkynning þessi kemur fram tæpum mánuði eftir að tilkynnt hafði verið um að samningi Milka við Keflavík hafi verið rift.
Ný stjórn tók við hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum og nú er orðið ljóst að Milka verður áfram í Keflavík.
Í tilkynningu Keflavíkur í dag eru allir hlutaðeigandi beðnir afsökunar á óvissunni um framtíð Milka sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðan hann gekk í raðir Keflavíkur fyrir þremur árum síðan.