Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:11 Biden er í opinberri heimsókn í Tókýó í Japan. AP/David Mareuil Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam. Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam.
Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira