Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 10:07 Space Launch System eldflaugin og Orion geimfar á skotpalli í Flórída í apríl. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana. Samkvæmt upplýsingum á vef NASA telja verkfræðingar og vísindamenn stofnunarinnar að búið sé að laga þær bilanir en meðal annars var um að ræða leka úr eldsneytistönkum eldflaugarinnar. Æfingin sem um ræðir er í raun generalprufa og snýst um að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskots með því að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og fleira. Áætlað er að æfingin fyrir geimskotið muni hefjast um tveimur vikum eftir að eldflauginni verður aftur komið fyrir á skotpallinum. Ef æfingin heppnast yrði svo tekin ákvörðun um hvenær geimskotið sjálft gæti farið fram. þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. Eldflaugin á að verða sú öflugasta í heimi en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Fyrsta geimskot SLS kallast Artemis-1 og yrði það sömuleiðis fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar svokölluðu. Hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar jafnvel upp varanlegri bækistöð. Artemis-1 snýst um að senda ómanna Orion-geimfar á braut um tunglið og aftur til jarðar. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum á vef NASA telja verkfræðingar og vísindamenn stofnunarinnar að búið sé að laga þær bilanir en meðal annars var um að ræða leka úr eldsneytistönkum eldflaugarinnar. Æfingin sem um ræðir er í raun generalprufa og snýst um að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskots með því að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og fleira. Áætlað er að æfingin fyrir geimskotið muni hefjast um tveimur vikum eftir að eldflauginni verður aftur komið fyrir á skotpallinum. Ef æfingin heppnast yrði svo tekin ákvörðun um hvenær geimskotið sjálft gæti farið fram. þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. Eldflaugin á að verða sú öflugasta í heimi en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Fyrsta geimskot SLS kallast Artemis-1 og yrði það sömuleiðis fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar svokölluðu. Hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar jafnvel upp varanlegri bækistöð. Artemis-1 snýst um að senda ómanna Orion-geimfar á braut um tunglið og aftur til jarðar. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01