Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 11:00 Dominykas Milka spilar sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur. vísir/bára „Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur. „Það sem gerðist var að það var skipt um stjórn. Kannski vildi gamla stjórnin mig ekki, einhverra hluta vegna, en svo kom nýja stjórnin og sá að við vildum bæði það sama fyrir Keflavík: Vinna titla. Við náðum saman,“ segir Milka í samtali við Vísi. Milka, sem er 29 ára gamall Lithái, sló í gegn á fyrstu leiktíð sinni með Keflavík Covid-veturinn 2019-2020, og varð svo deildarmeistari með liðinu í fyrra. Liðið tapaði þá í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn um Íslandsmeistaratitilinn. Í vetur gekk ekki eins vel, bæði hjá Milka og Keflavík, og liðið féll út í 8-liða úrslitum gegn Tindastóli eftir að hafa endað í 5. sæti í deildakeppninni. „Auðveld ákvörðun að slétta úr öllu með nýju stjórninni“ Í kjölfarið bárust svo fréttir af því að samningi Milka við Keflavík, sem átti að renna út eftir eitt ár, yrði rift: „Þetta kom alveg upp úr þurru. Það var ýmislegt utan vallar að trufla liðið yfir tímabilið og það gekk auðvitað ekki eins og við vildum, heldur með tapi í hörkueinvígi gegn liði sem fór í úrslitin, en mér fannst að við myndum geta snúið þessu við á næsta tímabili ef menn væru heilir heilsu. Þess vegna kom þetta mér á óvart en ég veit að svona er bara þessi bransi og menn taka þær ákvarðanir sem þeir telja bestar. En nýja stjórnin hafði svo samband og ég vildi auðvitað vera áfram í Keflavík. Ég hef verið hérna í þrjú ár og held að ég hafi verið til fyrirmyndar í samfélaginu og fyrir yngri leikmenn. Ég hef spilað nokkuð vel hérna og vil taka þátt í því sem félagið ætlar sér. Það var því frekar auðveld ákvörðun að slétta úr öllu með nýju stjórninni svo að allir gætu stefnt saman í sömu átt,“ segir Milka. En hann hlýtur að hafa verið pirraður eða argur yfir því hvernig málin gengu fyrir sig: „Já, auðvitað. Þetta er erfið staða. En ég skil afstöðu manna eftir tímabil sem olli vonbrigðum. Nýja stjórnin var annarrar skoðunar, við settumst niður og sáum að við vildum sjá til þess að Keflavík færi að vinna titla á nýjan leik,“ segir Milka sem vill ekki ræða samningamálin frekar en segir að minnsta kosti ljóst að hann verði í eitt ár til viðbótar með Keflavík. Milka er fjármálafræðingur og starfar hjá Marriott hótelinu í Keflavík, og hefur fest kaup á húsnæði í Reykjanesbæ, og hefur því komið sér vel fyrir í bænum. Nokkur íslensk félög höfðu samband Í millibilsástandinu sem skapaðist þegar körfuknattleiksdeild Keflavíkur virtist hafa sagt honum upp komu hins vegar upp möguleikar á að fara í annað félag á Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis settu að minnsta kosti Haukar og KR sig í samband við Milka: „Ég fékk nokkuð af tilboðum að utan eins og síðustu ár en mér líður vel í Keflavík og mig langar að vinna titla hérna. Það var líka nokkuð af liðum á Íslandi sem höfðu samband til að kanna stöðuna hjá mér en ég var ekkert að stressa mig á hlutunum enda hafði ég meiri tíma núna en til dæmis í fyrra þegar tímabilið kláraðist mun síðar hjá mér,“ segir Milka. Hann segir tímabilið hjá Keflvíkingum ekki svo slæmt þegar haft sé í huga að liðið féll úr leik eftir oddaleik gegn Tindastóli, sem svo endaði á því að spila oddaleik við Val um Íslandsmeistaratitilinn: „Það þarf að hafa í huga allt sem gekk á utan vallar sem fólk veit kannski ekki af; öll meiðslin og veikindi fyrir úrslitakeppnina. Við fórum samt í oddaleik gegn afar öflugu liði sem fór í úrslitin og rétt tapaði þar. Þetta tímabil gekk upp og niður en við getum lært mikið af því fyrir næsta tímabil og við verðum áfram með svipaðan mannskap og stefnum á titla.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Það sem gerðist var að það var skipt um stjórn. Kannski vildi gamla stjórnin mig ekki, einhverra hluta vegna, en svo kom nýja stjórnin og sá að við vildum bæði það sama fyrir Keflavík: Vinna titla. Við náðum saman,“ segir Milka í samtali við Vísi. Milka, sem er 29 ára gamall Lithái, sló í gegn á fyrstu leiktíð sinni með Keflavík Covid-veturinn 2019-2020, og varð svo deildarmeistari með liðinu í fyrra. Liðið tapaði þá í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn um Íslandsmeistaratitilinn. Í vetur gekk ekki eins vel, bæði hjá Milka og Keflavík, og liðið féll út í 8-liða úrslitum gegn Tindastóli eftir að hafa endað í 5. sæti í deildakeppninni. „Auðveld ákvörðun að slétta úr öllu með nýju stjórninni“ Í kjölfarið bárust svo fréttir af því að samningi Milka við Keflavík, sem átti að renna út eftir eitt ár, yrði rift: „Þetta kom alveg upp úr þurru. Það var ýmislegt utan vallar að trufla liðið yfir tímabilið og það gekk auðvitað ekki eins og við vildum, heldur með tapi í hörkueinvígi gegn liði sem fór í úrslitin, en mér fannst að við myndum geta snúið þessu við á næsta tímabili ef menn væru heilir heilsu. Þess vegna kom þetta mér á óvart en ég veit að svona er bara þessi bransi og menn taka þær ákvarðanir sem þeir telja bestar. En nýja stjórnin hafði svo samband og ég vildi auðvitað vera áfram í Keflavík. Ég hef verið hérna í þrjú ár og held að ég hafi verið til fyrirmyndar í samfélaginu og fyrir yngri leikmenn. Ég hef spilað nokkuð vel hérna og vil taka þátt í því sem félagið ætlar sér. Það var því frekar auðveld ákvörðun að slétta úr öllu með nýju stjórninni svo að allir gætu stefnt saman í sömu átt,“ segir Milka. En hann hlýtur að hafa verið pirraður eða argur yfir því hvernig málin gengu fyrir sig: „Já, auðvitað. Þetta er erfið staða. En ég skil afstöðu manna eftir tímabil sem olli vonbrigðum. Nýja stjórnin var annarrar skoðunar, við settumst niður og sáum að við vildum sjá til þess að Keflavík færi að vinna titla á nýjan leik,“ segir Milka sem vill ekki ræða samningamálin frekar en segir að minnsta kosti ljóst að hann verði í eitt ár til viðbótar með Keflavík. Milka er fjármálafræðingur og starfar hjá Marriott hótelinu í Keflavík, og hefur fest kaup á húsnæði í Reykjanesbæ, og hefur því komið sér vel fyrir í bænum. Nokkur íslensk félög höfðu samband Í millibilsástandinu sem skapaðist þegar körfuknattleiksdeild Keflavíkur virtist hafa sagt honum upp komu hins vegar upp möguleikar á að fara í annað félag á Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis settu að minnsta kosti Haukar og KR sig í samband við Milka: „Ég fékk nokkuð af tilboðum að utan eins og síðustu ár en mér líður vel í Keflavík og mig langar að vinna titla hérna. Það var líka nokkuð af liðum á Íslandi sem höfðu samband til að kanna stöðuna hjá mér en ég var ekkert að stressa mig á hlutunum enda hafði ég meiri tíma núna en til dæmis í fyrra þegar tímabilið kláraðist mun síðar hjá mér,“ segir Milka. Hann segir tímabilið hjá Keflvíkingum ekki svo slæmt þegar haft sé í huga að liðið féll úr leik eftir oddaleik gegn Tindastóli, sem svo endaði á því að spila oddaleik við Val um Íslandsmeistaratitilinn: „Það þarf að hafa í huga allt sem gekk á utan vallar sem fólk veit kannski ekki af; öll meiðslin og veikindi fyrir úrslitakeppnina. Við fórum samt í oddaleik gegn afar öflugu liði sem fór í úrslitin og rétt tapaði þar. Þetta tímabil gekk upp og niður en við getum lært mikið af því fyrir næsta tímabil og við verðum áfram með svipaðan mannskap og stefnum á titla.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira