Mest skorað á Kópavogsvelli og í Víkinni | Minnst í Vesturbænum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 23:31 Breiðablik hefur heldur betur gefið áhorfendum á Kópavogsvelli nóg fyrir peninginn í sumar. Vísir/Vilhelm Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið alla sjö heimaleiki sína. Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki farið jafn vel af stað en heimavöllur liðsins hefur hins vegar boðið upp á mikla skemmtun, þó ekki endilega fyrir Víkinga. Stuðningsfólk Breiðabliks hefur getað mætt á fjóra heimaleiki í Bestu deild karla og hafa þeir allir unnist. Þá hefur liðið skorað 14 mörk á Kópavogsvelli en fengið á sig sjö. Það þýðir að meðaltali hafa fimm mörk verið skoruð í hverjum leik. Breiðablik hóf tímabilið á 4-1 sigri á Keflavík, í næsta heimaleik vannst 3-0 sigur á FH. Eftir það vannst dramatískur 3-2 sigur á Stjörnunni og nú síðast vannst magnaður 4-3 sigur á Fram. Það hefur því sannarlega verið boðið til veislu á Kópavogsvelli, sérstaklega fyrir þau sem styðja Breiðablik. Blikar fagna einum af fjórum sigrum sínum á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa farið brösuglega af stað í Bestu deildinni og kristallast það hvað helst í töpum liðsins á heimavelli. Eftir að vinna FH 2-1 og Keflavík 4-1 máttu Víkingar þola 4-5 tap gegn Stjörnunni. Liðið svaraði með 4-1 sigri á Fram áður en topplið Breiðabliks mætti í heimsókn og vann þægilegan 3-0 útisigur. Úr leik Víkings og Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa spilað heimaleik meira en Breiðablik og því hefur Víkingsvöllur séð flest mörkin til þessa í sumar. En að meðaltali eru skoruð fimm mörk í leik í Víkinni líkt og á Kópavogsvelli. Á hinum enda markatöflunnar eru Meistaravellir í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í fjórum leikjum þar í sumar eða að meðaltali eitt í leik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stuðningsfólk Breiðabliks hefur getað mætt á fjóra heimaleiki í Bestu deild karla og hafa þeir allir unnist. Þá hefur liðið skorað 14 mörk á Kópavogsvelli en fengið á sig sjö. Það þýðir að meðaltali hafa fimm mörk verið skoruð í hverjum leik. Breiðablik hóf tímabilið á 4-1 sigri á Keflavík, í næsta heimaleik vannst 3-0 sigur á FH. Eftir það vannst dramatískur 3-2 sigur á Stjörnunni og nú síðast vannst magnaður 4-3 sigur á Fram. Það hefur því sannarlega verið boðið til veislu á Kópavogsvelli, sérstaklega fyrir þau sem styðja Breiðablik. Blikar fagna einum af fjórum sigrum sínum á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa farið brösuglega af stað í Bestu deildinni og kristallast það hvað helst í töpum liðsins á heimavelli. Eftir að vinna FH 2-1 og Keflavík 4-1 máttu Víkingar þola 4-5 tap gegn Stjörnunni. Liðið svaraði með 4-1 sigri á Fram áður en topplið Breiðabliks mætti í heimsókn og vann þægilegan 3-0 útisigur. Úr leik Víkings og Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa spilað heimaleik meira en Breiðablik og því hefur Víkingsvöllur séð flest mörkin til þessa í sumar. En að meðaltali eru skoruð fimm mörk í leik í Víkinni líkt og á Kópavogsvelli. Á hinum enda markatöflunnar eru Meistaravellir í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í fjórum leikjum þar í sumar eða að meðaltali eitt í leik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira