Opið bréf til forsætisráðherra Íslands um stöðu flóttafólks í Grikklandi! Sema Erla Serdar skrifar 24. maí 2022 09:30 Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar