Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 10:00 Maðurinn var handtekinn að lokinni eftirför á föstudag. Vísir/Vilhelm Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um umfangsmikil fíkniefnabrot sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis. Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30
Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33