Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 15:27 Leifur B. Dagfinnsson er stofnandi og formaður stjórnar framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira