Allir stjórnmálamenn eru fulltrúar minnihlutans Indriði Stefánsson skrifar 26. maí 2022 08:01 Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun