Ósakhæfur = eilífðar fangelsi? Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 16:01 Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun