Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 20:00 Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG. VÍSIR/SIGURJÓN Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð. Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð.
Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira