Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 10:57 Nevaeh Bravo var ein þeirra nítján barna sem myrt voru í skotárás í Uvalde í Texas AP Photo/Jae C. Hong Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira