Ásdís verður bæjarstjóri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 15:12 Ásdís Kristjánsdóttir er næsti bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn. Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira