Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 26. maí 2022 19:07 Fulltrúar flokkanna funduðu í Elliðaárdal í dag. Stöð 2 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50